Hægt er að gerast aðili að Austurlandi* hjá Austurbrú!
Frá og með 1. október 2017 hafa nýir samstarfssamningar, undir nafninu Austurland*, tekið gildi í stað fyrri þjónustusamninga. Markmið nýs fyrirkomulags er að efla samkeppnisstöðu Austurlands með víðtæku samstarfi ríkis, sveitarfélaga, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga
um verkefni er stuðla að framþróun svæðisins.
Samstarfssamningurinn um Austurland* nær til flest allra verkefna Austurbrúar. Markmiðin eru sett fram með skýrum hætti með gildum Sóknaráætlunar Austurlands að leiðarljósi. Þau eru: KRAFTUR – FJÖLBREYTNI – SAMSTAÐA – SKÖPUN – GÆÐI.
Áherslur samstarfsins eru atvinnuþróun, Áfangastaðurinn Austurland, menning, menntun og fræðsla og að efla fjórðunginn sem búsetukost.
Víðtækt samstarf með skýr markmið og lýsandi gildi teljum við að sé forsenda framgangs Austurlands. Því vonum við að sem flestir fylki sér um nýtt samstarf um Austurland*
Frekari upplýsingar og ráðgjöf veitir Jónína Brynjólfsdóttir.