Óskum eftir öflugum verkefnastjóra

Austurbrú vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi og veitir samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu. Hjá Austurbrú starfa nú um 25 manns á sex starfsstöðvum á Austurlandi.

Óskað er eftir verkefnastjóra með reynslu af byggðaþróun, ráðgjöf og stefnumótun. Þekking á atvinnuþróun og nýsköpun er mikilvæg.

Helstu verkefni: 

  • Stýring verkefna, framkvæmdar og þjálfunar 
  • Stýring stefnumótunar og veiting ráðgjafar 
  • Úrbætur og greiningar á þörfum, ferlum og innviðum 
  • Stuðningur við og hvatning til nýsköpunar og þróunar á Austurlandi 
  • Upplýsingamiðlun og skýrslugerð 
  • Þátttaka í samfélagsverkefnum á Austurlandi 

 Hæfniskröfur: 

  • Háskólamenntun sem nýtist í verkefnum 
  • Haldbær fagreynsla og reynsla af verkefnastjórnun 
  • Góð samstarfs- og samskiptafærni 
  • Mikið frumkvæði og jákvætt hugarfar 
  • Færni í sjálfstæðum vinnubrögðum 
  • Skapandi og lausnamiðuð hugsun 
  • Góð almenn rit- og tölvufærni 
  • Þekking á staðháttum á Austurlandi er kostur

Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Aðsetur verkefnastjóra verður á starfsstöð Austurbrúar á Egilsstöðum eða Reyðarfirði. 

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Austurbrúar, Jóna Árný Þórðardóttir; jona@austurbru.is. Umsókn, kynningabréf og ferilskrá skal senda á netfangið katrin@projects.is. Umsóknarfrestur er til og með 2. desember 2019


Fréttir og greinar

Starfsstöðvar Austurbrúar

Skráðu þig á póstlista

Austurbrú

Austurbrú ses. Tjarnarbraut 39a,
700 Egilsstaðir, Ísland
kt. 640512-0160
Sími: 470 3800
Netfang: austurbru@austurbru.is
Vefstjóri: Esther Ösp Gunnarsdóttir