Fjórtán breiðdælsk verkefni hljóta brautargengi

Fjórtán breiðdælsk verkefni hljóta brautargengi
Styrkþegar 2018.

Sjö milljónum króna úr verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina var þann 7. maí úthlutað til 14 samfélagseflandi verkefna í Breiðdalshreppi. Þetta er fimmta úthlutunin en alls bárust 17 umsóknir.

Áætlaður heildarkostnaður verkefna er um 52 m.kr. en sótt var um styrki fyrir 22 m.kr. Kynjahlutföll á milli þeirra sem hlutu styrki eru átta konur og sex karlar. Styrkirnir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir.

Heildarlisti yfir styrkþega árið 2018:

Nafn umsækjanda

Nafn verkefnis

Styrkupphæð

Breiðdalsbiti ehf

Tækjakaup Breiðdalsbita

500.000 ISK

Anna Margrét og Jónína Björg Birgisdætur

Steinarnir tala - steinasafn í Fagradal

500.000 ISK

Anna Margrét og Jónína Björg Birgisdætur

Viðskiptaáætlun

100.000 ISK

Tinna Adventure

Markaðssetning á Bandaríkjamarkaði

300.000 ISK

Jórunn Dagbjört Jónsdóttir

Tækjakaup í Íþróttamiðstöð Breiðdalshrepps

500.000 ISK

Goðaborg ehf

Goðaborg fiskvinnsla - þjálfun starfsfólks

300.000 ISK

Elís Pétur Elísson og samstarfsaðilar

Skotíþróttafélag Breiðdælinga - stofnun

400.000 ISK

Breiðdalssetur

Sýningar í Breiðdalssetri

300.000 ISK

Breiðdalshreppur / Viðburðastjórn

Menningarhátíð

300.000 ISK

Hótel Bláfell

Iceland by Axel

1.200.000 ISK

Hótel Bláfell

Funda- og ráðstefnubærinn Breiðdalsvík

600.000 ISK

Sigríður Stephensen Pálsdóttir

Þvottaveldið / strauvél

500.000 ISK

Helga Rakel, f.h. foreldrafél. leik- og grunnskóla

Ærslabelgur

1.200.000 ISK

Beljandi Brugghús

Rock the Boat

300.000 ISK

   

7.000.000 ISK

 

Tvö verkefni hlutu hæstu styrkina að þessu sinni. Annars vegar verkefnið Iceland by Axel, upphleypt Íslandskort, sem til stendur að setja upp í gamla frystihúsinu - og hins vegar uppsetning ærslabelgs á leiksvæði fyrir börn.

Horft var til þess að styrkja verkefni er varða nærsamfélagið t.d. árlega menningarhátíð Breiðdalshrepps og 17. júní tónleikana Rock the Boat, auk annarra spennandi verkefna.

Verkefnið Brothættar byggðir miðar að víðtæku samráði og því að virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Enn fremur að virkja frumkvæði og samtakamátt íbúa og auka vitund þeirra um eigin þátt í þróun samfélagsins.

Nánari upplýsingar veitir Alda Marín Kristinsdóttir (aldamarin@austurbru.is) verkefnastjóri verkefnisins í síma 847-6887.


Fréttir og greinar

Starfsstöðvar Austurbrúar

Skráðu þig á póstlista

Austurbrú

Austurbrú ses. Tjarnarbraut 39a,
700 Egilsstaðir, Ísland
kt. 640512-0160
Sími: 470 3800
Netfang: austurbru@austurbru.is
Vefstjóri: Jón Knútur Ásmundsson