Fjórđa iđnbyltingin og símenntun

Fjórđa iđnbyltingin og símenntun
Jóna Árný Ţórđardóttir, framkv.stjóri Austurbrúar.

"Ţessar breytingar munu valda víđtćkum samfélagsbreytingum á nćstu árum og áratugum og ţćr eru síđur en svo bara ađ eiga sér stađ úti í hinum stóra heimi. Ţćr eiga sér stađ beint fyrir framan nefiđ á okkur og í ţeim eru fólgin mörg tćkifćri en líka ógnir ef viđ erum ekki tilbúin ađ takast á viđ ţćr. Fyrir Austurbrú skapar ţetta augljós tćkifćri. Símenntun hefur frá stofnun Austurbrúar veriđ lykilţáttur í starfseminni enda liggja sumar rćtur hennar til Ţekkingarnets Austurlands sem sinnti símenntun Austfirđinga af miklum krafti um árabil," segir Jóna Árný Ţórđardóttir, framkvćmdastjóri Austurbrúar, í pistli um fjórđu iđnbyltinguna svokölluđu og mikilvćgi símenntunar. Pistillinn birtist fyrst í ársskýrslu Austurbrúar sem kom út í síđustu viku.

Á unglingsárunum vann ég oft viđ mjaltir í Norđfjarđarsveit. Ég lít til baka og mér ţykir vćnt um ţessa minningu, einkum vegna ţess ađ starfiđ er ekki lengur til í ţeirri mynd sem ţađ var nema e.t.v. á smáum búum. Tćknin hefur leyst mannshöndina af hólmi.

Ég gćti nefnt fleiri störf til sögunnar sem ég vann á mínum fyrstu árum á vinnumarkađi sem eru ýmist horfin eđa munu hverfa á nćstu árum. Róbótar og önnur hátćkni er komin til ađ vera og ţróunin hröđ, svo hröđ ađ ţađ er erfitt ađ henda reiđur á hana og viđ vitum ekki hvert hún mun leiđa okkur nćstu árin og áratugina.

Í daglegu tali ganga ţessar breytingar undir nafninu „fjórđa iđnbyltingin“ sem vísar bćđi til tćkniframfara undanfarinna ára og ţeirra sem eru í vćndum. Á ég viđ gervigreind, róbótatćkni, sjálfkeyrandi bíla, sjálfvirknivćđingu og margt, margt fleira sem lćtur mér líđa eins og ég hafi lifađ tímana tvenna ef ekki ţrenna og samt er ég bara rétt liđlega fertug!

Ţessar breytingar munu valda víđtćkum samfélagsbreytingum á nćstu árum og áratugum og ţćr eru síđur en svo bara ađ eiga sér stađ úti í hinum stóra heimi. Ţćr eiga sér stađ beint fyrir framan nefiđ á okkur og í ţeim eru fólgin mörg tćkifćri en líka ógnir ef viđ erum ekki tilbúin ađ takast á viđ ţćr. Fyrir Austurbrú skapar ţetta augljós tćkifćri. Símenntun hefur frá stofnun Austurbrúar veriđ lykilţáttur í starfseminni enda liggja sumar rćtur hennar til Ţekkingarnets Austurlands sem sinnti símenntun Austfirđinga af miklum krafti um árabil.

Grunnforsendur sí- og endurmenntunarstarfsemi eins og okkar eru m.a. ţćr ađ samfélagiđ breytist og ţarfir ţess líka. „Lćrđu eitthvađ gagnlegt,“ sögđu foreldrar viđ börn sín ađ loknum grunnskóla hér áđur fyrr, og gera sennilega enn, en í hverju er gagnsemin fólgin? Viđ ţví er ekkert einfalt svar enda virđist gagnsemin algerlega háđ tíma. „Praktískt“ nám dagsins í dag verđur ekki ţađ sama á morgun.

Ţekkingarleitin er ţví ćviverkefni ef vel á ađ vera en ekki bundin viđ afmarkađan tíma ćvinnar eins og hefur veriđ hjá mörgum okkar. Viđ vinnum ekki lengur sömu vinnuna alla tíđ heldur flökkum viđ á milli, tökum jafnvel u-beygjur um miđjan aldur og gerum eitthvađ allt annađ en viđ ćtluđum okkur upphaflega. Vissulega getur hvatinn veriđ persónulegur, ađ fólk vilji einfaldlega breyta til, en hann er ekkert síđur samfélagslegs eđlis. Umhverfiđ kallar einfaldlega á ađ vinnuafliđ sé sveigjanlegt og ađ fólk geti ađlagast breyttum ađstćđum. Og ađstćđurnar breytast oft ansi hratt og stundum, ađ ţví er virđist, fyrirvaralaust.

Hvort sem fólk gerir breytingar á lífi sínu af persónulegum eđa samfélagslegum ástćđum ţarf stofnun eins og Austurbrú ađ vera í stakk búin ađ ađstođa ţađ. Ţađ er okkar verkefni. Viđ ţurfum ađ gera okkur gildandi í heimi ţar sem kona um ţrítugt getur sem best stundađ fjarnám í grafískri hönnun viđ skóla í Ástralíu ef innlendar menntastofnanir svara ekki ţörfum hennar (ţetta er raunverulegt dćmi).

Innreiđ fjórđu iđnbyltingarinnar er hafin og viđ munum sjá ţess merki víđa á allra nćstu árum.

Eftir Jónu Árnýju Ţórđardóttur, framkvćmdastjóra Austurbrúar. Pístillinn birtist fyrst í síđustu ársskýrslu Austurbrúar


Fréttir og greinar

Starfsstöđvar Austurbrúar

Skráđu ţig á póstlista

Austurbrú

Austurbrú ses. Tjarnarbraut 39a,
700 Egilsstađir, Ísland
kt. 640512-0160
Sími: 470 3800
Netfang: austurbru@austurbru.is
Vefstjóri: Jón Knútur Ásmundsson