Boðað er til fundar skráðra hagsmunaaðila Austurbrúar og stofnaðila annarra en sveitarfélaganna í samræmi við 11. gr. skipulagsskrár.

Fundurinn fer fram mánudaginn 29. apríl kl. 11:30-12:30 yfir léttum hádegisverði á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Í kjölfar fundarins hefst svo málþingið Hoppsa bomm! sem ætti að vera áhugavert fyrir gesti á hagsmunaaðilafundinum að taka þátt í. Þar verður fjallað um framtíð skíðasvæðanna á Austurlandi, möguleika til aukinnar samvinnu, uppbyggingar og markaðssetningu svæðanna.

Til að hafa einhverja hugmynd um fjöldann sem mætir á hagsmunaaðilafundinn biðjum við þátttakendur að skrá sig.

Á þessum árlega fundi mun Austurbrú kynna þau verkefni sem hafa verið efst á baugi hjá stofnuninni síðasta árið og taka við fyrirspurnum frá hagaðilum. Þá verða venjubundin fundarstörf.

Dagskrá:

  • Kynning á verkefnum Austurbrúar
  • Fjárhags- og starfsáætlun yfirstandandi árs
  • Gjaldskrá Austurbrúar
  • Kjör fagráðs
  • Kjör fulltrúa í fulltrúaráð

Fundarstjóri verður Gunnar Jónsson bæjarritari hjá Fjarðabyggð.