Eistnaflug og Austurbrú taka höndum saman

Eistnaflug og Austurbrú taka höndum saman
María Hjálmarsdóttir ásamt fulltrúum Eistnaflugs.

Tónlistarhátíđin Eistnaflug hefur gerst ađili ađ Austurland* hjá Austurbrú. „Ţađ eru miklir möguleikar fólgnir í samstarfi viđ hátíđ eins og Eistnaflug sem trekkir mikinn fjölda gesta austur, bćđi innlenda og erlenda,“ segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú.

Síđasta haust tóku nýir samstarfssamningar, undir nafninu Austurland*, gildi í stađ fyrri ţjónustusamninga Austurbrúar. Markmiđ nýs fyrirkomulags er ađ efla samkeppnisstöđu Austurlands međ víđtćku samstarfi ríkis, sveitarfélaga, stofnana, fyrirtćkja og einstaklinga um verkefni er stuđla ađ framţróun svćđisins. Áherslur samstarfsins eru sem fyrr atvinnuţróun, Áfangastađurinn Austurland, menning, menntun og frćđsla og ađ efla fjórđunginn sem búsetukost.

Ţađ er mikill akkur í ţví fyrir Austurbrú ađ eiga í formlegu samstarfi viđ tónlistarhátíđina Eistnaflug sem hefur á síđustu árum vaxiđ og dafnađ og hćgt og bítandi orđiđ ein af ţekktari tónlistarhátíđum landsins.  Í fyrra vann hún bćđi Eyrarrósina, sem er viđurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvćđi Byggđastofnunar, og Íslensku tónlistarverđlaunin sem tónlistarhátíđ ársins.

María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, kveđst ánćgđ ađ fá Eistnaflug til liđs viđ Austurland* en fyrir eru nokkrir tugir fyrirtćkja, ađallega ferđaţjónustufyrirtćkja, sem gert hafa samstarfssamning viđ Austurbrú. Eistnaflug er fyrsta tónlistarhátíđin sem gerir samstarfssamning viđ stofnunina.  

„Ţađ eru miklir möguleikar fólgnir í samstarfi viđ hátíđ eins og Eistnaflug sem trekkir mikinn fjölda gesta austur, bćđi innlenda og erlenda,“ segir hún. „Ég er sannfćrđ um ađ hátíđ eins og Eistnaflug mun vaxa enn frekar ef Austfirđingar vinna saman ađ ţví ađ gera hana enn betri. Ein helsta sérstađa hátíđarinnar er stađsetning hennar austur á landi og ég er sannfćrđ um ađ í sameiningu getum viđ skapađ ógleymanlega upplifun fyrir tónleikagesti ţar sem blandađ er saman einstakri náttúru, afţreyingu og vitaskuld frábćrri tónlist.“

Karl Óttar Pétursson, framkvćmdastjóri Eistnaflugs, tekur í sama streng og María: „ Viđ erum mjög spennt ađ vinna međ Austurbrú og teljum mikla möguleika međ slíku samstarfi fyrir Eistnaflug og Austurland.“

Frćđast má meira um samstarfssamninga viđ Austurbrú hér.

Myndatexti: Helga Dóra og Karl Óttar hjá Eistnaflugi ásamt Maríu Hjálmarsdóttur hjá Austurbrú (fyrir miđju). 


Fréttir og greinar

Starfsstöđvar Austurbrúar

Skráđu ţig á póstlista

Austurbrú

Austurbrú ses. Tjarnarbraut 39a,
700 Egilsstađir, Ísland
kt. 640512-0160
Sími: 470 3800
Netfang: austurbru@austurbru.is
Vefstjóri: Jón Knútur Ásmundsson