Hvað er handverk?  Hvað er föndur? Hvað er listhandverk? Hvað er hönnun? Hvernig metum við gæðahandverk og hvernig verður góð söluvara til? Komdu á málstofu á Vopnafirði sem fjallar um stöðu handverks á svæðinu og möguleika til að þróa söluvæna gæðavöru úr héraði.

Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar – http://www.handverkoghonnun.is – og Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, munu leiða málstofu um gæði listhandverks, hönnunarferli og framsetningu vöru á Vopnafirði og nágrenni. Báðar búa þær yfir mikilli reynslu af uppbyggingu handverks- og listasköpunar  á landsbyggðinni.

Markmið málstofunnar eru:

  • að leita leiða til að þróa nýjar afurðir og nýjar aðferðir – Íshafshandverk.
  • að fá dæmi um hvað gott handverk er og hvað einkennir gæðahandverk.
  • að leita leiða  til áframhaldandi handverkssköpunar hér á Vopnafirðisem hentar handverksfólki á staðnum og svæðinu almennt.

Staður og stund:

Málstofan  Þróun Íshafshandverks verður haldin  6. október,  kl. 19.30 til 22.00, í Menntasetrinu á Þórshöfn.

Málstofan Þróun Íshafshandverks verður haldin  7. október,  kl. 19.30 til 22.00, í Kaupvangi á Vopnafirði.

Allir velkomnir sem áhuga hafa á handverki – þátttaka er ókeypis